Þessi afmælisútgáfa fær hjartað til að slá hraðar

Hér má sjá afmælisútgáfuna af Panthella 320 í brassi.
Hér má sjá afmælisútgáfuna af Panthella 320 í brassi.
Um þessar mundir eru 50 ár síðan Panthella-borðlampinn kom á markað. Hann var hannaður af Verner Panton 1971 og hefur frá upphafi verið eftirsóttur. Hann er vinsæll sem stofustáss en hefur líka sést víða á betri skrifstofum. 
Lampinn hefur notið mikilla vinsælda enda falleg birta af honum og svo státar hann af einstakri hönnun. Í tilefni af 50 ára afmælinu hefur Louis Poulsen, framleiðandi Panthella-lampans, látið hanna nýja stærð af lampanum. Hann er mitt á milli hins hefðbundna Panthella-lampa og Panthella mini, sem er lítil útgáfa. Þessi afmælisútgáfa kallast Panthella 320 því þvermálið á skerminum er 320 mm. 
Lampinn kemur í þremur litum; ópalhvítum, kopar og krómuðum. Allir sem fíla retró-glam-stílinn eiga án efa eftir að kolfalla fyrir lampanum í brassi eða krómi.
mbl.is