Fótboltahjónin Fjalar og Málfríður selja 98 milljóna íbúð

Fótboltahjónin Fjalar Þorgeirsson og Málfríður Erna Sigurðardóttir hafa sett sína glæsilegu hæð við Stigahlíð á sölu. Hæðin er 202 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 1964. 

Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt og hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og hefur skemmtilegu horni verið komið fyrir í eldhúsinu þar sem hægt er að hlaða batteríin við stóra glugga. 

Eldhús er opið inn í borðstofu og borðstofa opin inn í stofu. Parket er á gólfinu og kemur það frá Agli Árnasyni. 

Eitt það besta við íbúðina er að hinum megin við götuna er Kjúklingastaðurinn í Suðurveri sem hefur í áraraðir boðið upp á löðrandi kjúklingabita og geggjaðar franskar! 

Af fasteignavef mbl.is: Stigahlíð 46

mbl.is