Gæti motta bjargað lífi þínu?

Mottur geta gjörbreytt stemningunni á heimilinu. Þessi motta fæst í …
Mottur geta gjörbreytt stemningunni á heimilinu. Þessi motta fæst í Húsgagnahöllinni.

Í gamla daga voru fínustu heimili landsins teppalögð í hólf og gólf. Í dag eru parketlögð og flísalögð móðins og hafa þau teppalögðu í hólf og gólf vikið þótt það sjáist stöku sinnum á íslenskum heimilum. Fólk stendur þó oft frammi fyrir því að það skortir hlýleika og þá koma mottur eins og himnasending.

Með fallegri mottu getur þú gjörbreytt stemningunni á heimilinu á einu augabragði og það góða er að það þarf ekki að kosta svo mikla peninga. Dökkar flísar og dökk viðargólf eru bæði falleg og vinsæl. Hins vegar geta þessi gólf tekið mikið ljós frá rýmum, sérstaklega gluggalausum göngum sem eru málaðir í möttum, dökkum litum sem hafa verið svo vinsælir. Renningar eða mottur í léttari tónum eða jafnvel líflegum lit brjóta upp þessi rými og gera heimilið meira lifandi. Ef þú málar veggina er auðvelt að skipta mottunni út og svo getur þú tekið hana með þér ef þú flytur, sem er alltaf mikill kostur.

Mottur eru ekki bara fallegar fyrir augað heldur geta þær stúkað rýmið af. Skipt því upp í mismunandi svæði og breytt um stemningu á núll einni án þess að fara út í stjarnfræðilegan kostnað eins og að skipta um gólfefni. Þú getur notað uppáhaldsmottuna sem grunn að litasamsetningu herbergisins eða bætt henni við eftir á og notað hana til að tengja saman núverandi liti.

Svo er það blessuð hljóðvistin sem er mikið vandamál í nýjum húsum. Við heillumst af því hvað það sé hátt til lofts og hvað gluggarnir eru stórir en svo líður okkur eins og við búum í helli sem bergmálar svo svakalega í. Við skiljum ekkert í því af hverju við erum alveg búin á því og heyrum varla í eigin hugsunum. Ef þú ert með flísar eða harðparket í stóru rými hefurðu líklega tekið eftir því að hljóð berast frekar og geta orðið þreytandi. Þarna geta mottur hjálpað mikið til svo hægt sé að dempa hljóðið. Stórar mottur dempa hljóðið meira en minni mottur og þær sem eru loðnari dempa meira en þær sem eru með snöggum hárum.

Mottur þurfa ekki að vera einar og sér heldur má …
Mottur þurfa ekki að vera einar og sér heldur má raða nokkrum saman. Þessar mottur fást í Húsgagnahöllinni.

Svo er það forstofan. Hvernig mottu eigum við að velja í forstofuna? Hún þarf að vera í takt við okkur sjálf, passa við heimilið og svo þarf hún að vera þannig að hún geri gagn. Mottan þarf að vera falleg, hlý, bjóða fólk velkomið en einnig taka við óhreinum skóm og miklum umgangi. Er tilgangur mottunnar að þurrka af skóm eða er hún nær eingöngu til skrauts? Forstofumotta getur verið hlýleg leið til að taka á móti gestum en einnig þægileg leið til að þurrka af skóm, sem aftur hjálpar við að halda heimilinu hreinu.

Gólfmotta er góður „lendingarpúði“, sem getur verndað viðkvæm höfuð og hné ungu kynslóðarinnar sem er að stíga sín fyrstu skref. Motta getur mýkt skrefin og getur lágmarkað meiðsl því hún er ekki eins sleip og parketið. Þetta er ekki síst gott að skoða til dæmis ef þú er með langan gang þar sem gaman er að hlaupa en alls ekki eins gaman að detta og meiða sig. Gólfmotta bætir oft við smá gripi þar sem þú þarft á því að halda. Sumir kannast líka við svæði sem verða sérstaklega hál þegar gólfin eru þvegin. Það getur þó borgað sig að setja stamt undirlag undir mottu sem notuð er á þessi sleipu svæði.

Ef misfellur eru í gólfefninu og þú ert ekki í aðstæðum til að skipta um er ein leið, skyndileiðin, að fela þær með mottu þar til aðstæður breytast. Ertu með rák í flísunum eða rispur í parketinu? Eru einkennilegir kvistir í viðargólfinu eða blettur í gólfteppinu sem hefur aldrei náðst úr? Þarftu að bíða betri tíma til að skipta um gólfefni eða ertu í leiguhúsnæði þar sem ekki er samþykkt að skipta um þau? Þá getur verið falleg lausn að hylja svæðið með mottu. Mottuna getur þú þá líka tekið með þér á næsta stað eða notað í öðrum tilgangi þegar vandamálið hefur verið leyst.

Nauðsynlegt er að hafa mottu í forstofunni.
Nauðsynlegt er að hafa mottu í forstofunni.
Ef gólfefnið er viðkvæmt þá er sniðugt að hafa mottu …
Ef gólfefnið er viðkvæmt þá er sniðugt að hafa mottu undir borðstofuborði til að vernda gólfefnið. Þessi fæst í Húsgagnahöllinni.
Mottur geta lagað hljóðvist á heimilinu. Þessi fæst í Húsgagnahöllinni.
Mottur geta lagað hljóðvist á heimilinu. Þessi fæst í Húsgagnahöllinni.
Hringlaga mottur hafa notið vinsælda. Þessar fást í Húsgagnahöllinni.
Hringlaga mottur hafa notið vinsælda. Þessar fást í Húsgagnahöllinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál