Guðrún Bergmann selur íbúðina í Breiðholtinu

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

Heilsufrömuðurinn Guðrún Bergmann hefur sett sína fallegu íbúð við Asparfell í Breiðholti á sölu. Íbúðin er 94,1 fm að stærð og er í blokk sem byggð var 1973. 

Í eldhúsinu er svört innrétting með hvítum borðplötum. Flísarnar á milli skápa eru málaðar í bleikum lit sem fer vel við innréttinguna. Eins og sést á íbúðinni er Guðrún hrifin af bleikum lit sem sést víða. 

Íbúðin er vel skipulögð með góðu skápaplássi og svo er útsýni í tvær áttir úr íbúðinni. 

Af fasteignavef mbl.is: Asparfell 6

mbl.is

Bloggað um fréttina