Geggjuð hugmynd að hamingjuhorni sem þú getur útbúið

Á ísköldum janúardögum þegar veira geisar um heiminn er fátt notalegra en að láta sig dreyma um glæsivillur í útlöndum. 

Rocco Arquitetos-arkitektastofan hannaði einstakt einbýli með hressilegri litapallettu sem mætti jafnvel heimfæra á hjara veraldar ef fólk þráir að flippa og hafa gaman.

Húsið er í Sao Paulo í Brasilíu og það sem gerir húsið sérlega heillandi er horngluggi nokkur sem státar af turkíslituðum bekk með pullum. Svarthvíta fólkið myndi kannski ekki velja þessa litapallettu en þegar rýnt er í myndirnar þarf ekki að efast um að slík samsetning sé hamingjuaukandi. Ef fólk hefur tök á því að koma sér upp svona hægindahorni þá má útbúa það með því að hringja í bólstrara og biðja hann um að smíða svona dýrð eftir máli. Það þarf ekki einu sinni að kosta mikið.

Í húsinu eru hlýleg viðargólf sem fara vel við hippalegar mottur, appelsínugula eldhúsinnréttingu, pottaplöntur og hörsófa. Ef þú vilt fá smá útlönd inn í líf þitt þá er hægt að fá margar góðar hugmyndir hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »