Einstök hönnun í 134 milljóna raðhúsi

Ljósmynd/Fredrik

Við Ásaþing í Kópavogi stendur afar vandað og vel heppnað 257 fm endaraðhús byggt árið 2011. Húsið er hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt hjá Apparat. Hann hannaði einnig innréttingar hússins sem setur heildarmynd þess upp á annað plan. Eftir Björgvin liggja mörg vel heppnuð hús eins og Icelandair hótel Mývatn. 

Eldhús og stofa eru í sama rými og prýða fallegar innréttingar eldhúsið. Þar er að finna sérsmíðaðar viðarinnréttingar, dökkbæsaðar, með marmaraborðplötu. Eyjan í eldhúsinu er mjög stór eða um þrír og hálfur metri á lengd. Dýptin er 130 cm. Það er því hægt að halda fín matarboð í húsinu enda nóg pláss til alls. 

Hlýlegt er um að litast í húsinu og er pláss fyrir stórt borðstofuborð og svo tengist sjónvarpsrými borðstofunni. 

Sterk heildarmynd er á húsinu og eru baðinnréttingar og fataskápar í takt við innréttingar í eldhúsinu og í stofu eru innbyggðar bókahillur sem setja svip á rýmið. 

Af fasteignavef mbl.is: Ásaþing 10

Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
Ljósmynd/Fredrik
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál