Heimili einnar bestu riffilskyttu landsins vekur athygli

Við Skólagerði í Kópavogi stendur 204 fm raðhús sem byggt var 1964. Húsið hefur ekki fengið mikla ást og umhyggju í gegnum tíðina og þarfnast því mjög stórs skammts af hvoru tveggja enda var eigandinn upptekinn við annað í lífinu. 

Carl J. Eiríksson og Íris Edda Heimisdóttir með gullverðlaun sín …
Carl J. Eiríksson og Íris Edda Heimisdóttir með gullverðlaun sín í Vaduz, höfuðstað Liechtenstein. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ásett verð er 38,5 milljónir, sem er svipað verð og á blokkaríbúð, en nýr eigandi þyrfti að fara í mjög miklar endurbætur sem kosta peninga. Á fasteignavef mbl.is kemur fram að fyrir liggi skýrsla vegna ástandsskoðunar hússins. 

Húsið er dánarbú Carls Johans Eiríkssonar sem gerði garðinn frægan sem ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann var 91 árs þegar hann kvaddi síðasta sumar. Hann átti Íslandsmet í fjölmörgum skotgreinum og vann fjölda Íslandsmeistaratitla. 1992 keppti hann fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Barcelona í riffilgreininni 60 skot liggjandi. 

Af fasteignavef mbl.is: Skólagerði 47

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál