115 milljóna Manfreðshús í Fossvogi

Við Helluland í Fossvogi er afar fallegt endaraðhús sem er einstakt á margan hátt. Einn af kostunum er að húsið var hannað af Manfreð Vilhjálmssyni sem er einn besti arkitekt landsins en stíllinn hans er hrár og afgerandi. Húsið var byggt 1972 og er 191,9 fm að stærð. 

Stórir gluggar prýða húsið og er stofa og borðstofa saman í einu rými sem snýr í suður. Eldhúsið er í norður og er það með borðkrók og svolítið prívat. 

Eins og sést á myndunum er húsið afar fallegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Helluland 24

mbl.is