Heimilislegt hjá Önnu prinsessu

Anna prinsessa ásamt móður sinni Elísabetu Englandsdrottningu.
Anna prinsessa ásamt móður sinni Elísabetu Englandsdrottningu. mbl

Anna prinsessa gaf heiminum örlitla innsýn inn í heimili sitt og eiginmanns síns sir Timothys Laurence á dögunum. Konungsfjölskyldan birti mynd úr stofunni heima hjá Önnu þar sem þau hjónin fylgdust með rúgbíliði Skotlands keppa í Kalkúttabikarnum. 

Prinsessan hefur aldrei áður sýnt heimili sitt í Cloucestershire opinberlega. Stofan er full af hillum og skápum sem eru vel skreyttir litlum styttum og myndum af fjölskyldunni. Hún er með appelsínugulan blómasófa í stofunni og húsgögnin eru öll úr dökkum við.

Við sjónvarpið má sjá glitta í hundabæli og á veggjunum, sem málaðir eru í ljósgrænum lit, eru málverk og ljósmyndir. Á sófaborðinu er fjöldinn allur af bókum og blöðum.

Stíll prinsessunnar virðist vera ákaflega heimilislegur og augljóst að hún er ekki undir áhrifum frá skandinavískum mínimalisma. Frekar mætti flokka stíl hennar sem einhvers konar sveitasetursstíl.

Það er heimilislegt heima hjá Önnu prinsessu.
Það er heimilislegt heima hjá Önnu prinsessu. Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál