„Grennsta“ hús London til sölu

„Grennsta“ hús Lundúnaborgar í Bretlandi er nú til sölu. Húsið er á milli skurðstofu læknis og hárgreiðslustofu og þar sem það er grennst er það aðeins 1,6 metrar á breidd. 

Húsið var upphaflega hattabúð þar sem hattar frá Viktoríutímabilinu voru seldir. Þá var búðin á neðstu hæðinni og íbúð á þeirri efri. 

Nákvæmt byggingaár er ekki uppgefið en það var byggt einhvern tímann á seint á 19. öld eða snemma á þeirri tuttugustu. 

Verðið á húsinu er 950 þúsund pund eða 167 milljónir íslenskra króna. Fasteignasalinn David Myers segir húsið vera hverrar krónu virði. „Töfrar London búa í húsinu,“ sagði Myers. 

Á neðstu hæðinni er eldhús en það er grennsti partur hússins. Inn af því er borðstofa sem er tvöfalt breiðari. Fremst á neðstu hæðinni er lítil móttaka þar sem hattabúðin var. 

Á hæðinni fyrir ofan er svefnherbergi og skrifstofa. Á þriðju hæðinni er baðherbergi og sturtuherbergi. Þaðan er svo hringstigi upp á efstu hæðina þar sem hjónaherbergið er. 

Grennsta hús London.
Grennsta hús London. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál