Meistarataktar við Meistaravelli

Við Meistaravelli í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallega umgjörð utan um sig og sína. Dökkir veggir, falleg listaverk og gott val á húsgögnum setur svip á heimilið. 

Eldhús og borðstofa tengjast og fær hvít innrétting að njóta sín í eldhúsinu. Þar er líka eyja eða tangi sem hægt er að sitja við. Við hvíta innréttinguna eru dökkgráir veggir og dökkgrá ljós úr IKEA passa vel inn í rýmið. Loftið er tekið niður í eldhúsinu og er góð lýsing í stokknum. 

Í borðstofunni er gott pláss fyrir borðstofuborð og eru tvö PH-ljós fyrir ofan borðstofuborðið. Að para ljósin saman býr til heillandi stemningu og ef það er rými ætti fólk alltaf að hafa þessi ljós tvö saman. 

Á gólfunum er parket og hvítir gólflistar. 

Eins og sést á myndunum er heildarmyndin góð og skipulag fjölskylduvænt og gott. 

Af fasteignavef mbl.is: Meistaravellir 7

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál