Steindi og Sigrún selja raðhúsið í Mosó

Steindi Jr. og Sigrún eru búin að setja raðhúsið í …
Steindi Jr. og Sigrún eru búin að setja raðhúsið í Mosfellsbæ á sölu. mbl.is/Styrmir Kári

Leikarinn og skemmtikrafturinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. og kærasta hans Sigrún Sigurðardóttir hafa sett íbúðina sína í Mosfellsbænum á sölu. Um er að ræða 110 fermetra raðhús byggt árið 1986. 

„Jæja, þá er elsku Víðiteigurinn farinn á sölu. Ég mun kveðja þetta hús með miklum söknuði, hér hefur verið yndislegt að búa síðustu ár en kominn tími til að stækka við sig þar sem Sigrún hættir ekki að væla um fleiri krakka (djók, við erum hætt) við lofuðum nágrönnum okkar að aðeins gott fólk kæmi til greina. Það er best að búa í Mosó,“ skrifaði Steindi við fasteignaauglýsinguna á Facebook í dag. 

Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og eitt baðherbergi. Björt og falleg sólstofa er í stofunni og rúmgóður pallur við sólstofuna. Heimili Steinda og Sigrúnar er einstaklega falleg en fjöldi listaverka og ljósmynda prýðir veggi heimilisins. Skemmtilegt veggfóður með bleikum flamingóum skreytir hjónaherbergisvegginn og skapar framandi stemningu í herberginu.

Af fasteignavef mbl.is: Víðiteigur 4C

Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
Ljósmynd/Fasteignasala Mosfellsbæjar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál