Við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi er að finna einstaka íbúð á mjög góðum stað. Íbúðin er 133 fm að stærð og var húsið byggt 2014.
Í eldhúsinu er svört innrétting með marmaraborðplötu og eyju með háfi fyrir ofan. Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu.
Eins og sést á myndunum er húsögnum raðað upp af mikilli fagmennsku og fagurfræðin er í forgrunni. Falleg listaverk prýða heimilið og fara þau vel við hönnun Minotti og fleiri góðra félaga.