Lilja stal stíl Kára Stefánssonar

Lilja Alfreðsdóttir og Kári Sefansson taka sig vel út í …
Lilja Alfreðsdóttir og Kári Sefansson taka sig vel út í gallafatnaði. Samsett mynd

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er þekkt fyrir að klæðast fallegum kjólum. Á dögunum klæddist hún smart gallakjól og minnti á Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í leiðinni en hann er þekktur fyrir að vera mikill aðdáandi gallafatnaðar. 

Lilja stillti sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins í tengslum við frumsýningu heimildarmyndarinnar Lesblinda eftir Sylvíu Erlu Melsted.

Lilja var klædd í gallakjól frá franska merkinu Paule Ka en við kjólinn var hún í ljósum sokkabuxum og ljósum skóm til þess að lengja leggina. 

Kári Stefánsson er þekktur fyrir að klæðast gallafatnaði hvort sem það eru skyrtur, buxur eða jakkar. Gallaefnið gerir fín föt aðeins hversdagslegri og er kjóll Lilju gott dæmi um það. 

Lilja Alfreðsdóttir í gallakjólnum ásamt þeim Ingibjörgu og Sylvíu.
Lilja Alfreðsdóttir í gallakjólnum ásamt þeim Ingibjörgu og Sylvíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lilja var flott í gallakjól.
Lilja var flott í gallakjól. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál