8 herbergja kastali við Hlyngerði vekur athygli

Ljósmyndir/Elvar/Eignamyndir

Við Hlyngerði 7 í Reykjavík stendur eitt skemmtilegasta hús hverfisins. Það er 334 fm að stærð og var byggt 1975. Fasteignamat hússins er rúmlega 118 milljónir en hús á þessum stað og í þessari stærð eru að fara á yfir 200 milljónir. 

Húsið var teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitket en innréttingar voru teiknaðar af Finni Fróðasyni. Sjónsteypa er áberandi í húsinu og hefur verið vel hugsað um það síðustu árin.

Húsið er í sérstökum stíl og eru miklar svalir utan á húsinu. Fyrir utan húsið er risastórt steypt bílaplan og hanga keðjur sitthvoru megin við innganginn að framan. 

Eins og sést á myndunum er húsið einstakt hvað hönnun og útlit varðar. 

Af fasteignavef mbl.is: Hlyngerði 7

mbl.is