Eintakar íbúðir í Keflavík með sjávarútsýni

Við Hafnargötu 32 í Reykjanesbæ er að finna glæsilegar nýjar íbúðir í húsi sem búið er að gera upp á smekklegan hátt. Húsið sjálft var byggt 1972 og eru íbúðirnar í húsinu vel skipulagðar og smart. 

Íbúðirnar eru með stílhreinum innréttinum, ýmist svörtum eða hvítum, með parketi á gólfum og sérlega vistlegar. Eldhúsið er opið inn í stofu og er með tanga þannig að vinnupláss er gott. Í eldhúsinu er innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél sem kalla fram látlaust yfirbragð. Innréttingarnar eru sérsmíðaðar hjá MG Furniture ehf. í Reykjanesbæ. 

Í þessu rými er ekki bara eldhús heldur er pláss fyrir gott eldhúsborð og er stofan með svölum. 

Eins og sést á myndunum eru íbúðirnar vel heppnaðar og það góða við þær er að þær eru á sanngjörnu verði og er hægt að fá hlutdeildarlán frá HMS ef það hentar fólki. Íbúðirnar eru stíliseraðar af Rakel Ársælsdóttur sem rekur fyrirtækið Afrodita design. Fólk sem kann að meta stíliseringuna og innbúið getur keypt íbúðirnar með innbúi og kosta þær þá frá 28.600.000.

Hafnargata er staðsett í hjarta Keflavíkur og er í göngufæri við alla þjónustu og eru allar íbúðirnar með sjávarútsýni. 

Af fasteignavef mbl.is: Hafnargata 32

mbl.is