Án listamannanna er þetta ekkert

Pétur Jónsson annar eigandi Apolloart.is.
Pétur Jónsson annar eigandi Apolloart.is.

Apolloart.is var opnað síðasta haust en um er að ræða stafrænt listagallerí. Fjöldi listamanna hefur selt verk sín í gegnum fyrirtækið og hefur vöxtur á milli mánaða verið yfir 30% í hverjum mánuði síðustu mánuði og mörg listaverka fundið heimili.

„Við erum í skýjunum með móttökurnar og listafólkið ekki síður. Það er greinilegt að fólki þykir þægilegt að skoða myndir á sínum tíma, velja og kaupa án þess að mæta í gallerí. Heimamátun hefur líka verið mjög vinsæl þar sem fólk getur séð hvernig verkið passar. Við gátum ekki verið vissir um áhugann þar sem list hefur ekki verið seld skipulega með þessum hætti áður hér á landi en okkur grunaði að það yrði mikil eftirspurn. En án listamannanna er ekkert. Það er því ánægjulegt hversu mikill áhugi er fyrir því að selja verk hjá okkur og fáum við nýjar umsóknir um að selja daglega,“ segir Pétur Jónsson, annar eigenda apolloart.is. 

Nú hefur galleríið ákveðið að bæta ljósmyndum við og eru ljósmyndarar eins og Bragi Þór Jósepsson, Hlynur Helgason og María Kjartans meðal ljósmyndara sem selja í gegnum galleríið. Hlynur er listfræðingur og varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, María Kjartans hefur hlotið fyrstu verðlaun fyrir ljósmyndaseríur sínar hjá Magnum Photos, Ideas Tap og Art Elite Signature Art Prize í London og Bragi Þór hefur sýnt verk sín í söfnum víðsvegar um heiminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál