Hús í götunni þar sem ríka og fræga fólkið vill búa

Við Hrólfsskálavör 8 á Seltjarnarnesi er að finna sérlega traust og fallegt hús við sjóinn. Ef þú þráir að geta stundað sjósund í garðinum heima hjá þér þá er þetta hús eitthvað fyrir þig. Húsið var byggt 1979 og er 323 fm að stærð. Fasteignamat hússins er 121.050.000 kr. en óskað er eftir tilboði í eignina.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi en alls sjö herbergi allt í allt. Hrólfsskálavör hefur verið töluvert í fréttum síðustu ár því gatan hefur laðað að sér ríka og fræga Íslendinga. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, bjó í götunni um tíma og það gerði líka Sigga Heimis iðnhönnuður. Davíð Helgason fjárfestir keypti hús Skúla og Anna Fjeldsted kennari og eiginkona Arnaldar Indriðasonar keypti hús Siggu Heimis. Hún býr þó ekki í húsinu heldur sonur þeirra Arnaldar. 

Af fasteignavef mbl.is: Hrólfsskálavör 8

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál