Heillandi 2007 einbýli á besta stað

Við Stórakrika í Mosfellsbæ er að finna afar heillandi einbýlishús sem byggt var 2007. Húsið er 244 fm að stærð og er fasteignamat hússins 91.450.000 kr.

Eldhús, borðstofa og stofa liggja saman og er fallegt útsýni út um stofugluggann sem er risastór. Labbað er nokkrar tröppur niður í stofuna sem gerir lofthæðina þar enn þá meiri. Glerhandrið stúkar af stofu og borðstofu og gerir það að verkum að birtan fær að flæða óhindrað.

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með svörtum granít-borðplötum. Parket er á stofu og borðstofu en flísar á eldhúsi.

Eins og sjá má á myndunum er húsið afar vandað og fallegt.

Af fasteignavef mbl.is: Stórikriki 13

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »