Einn flottasti sumarbústaður landsins

Í Borgarfirðinum er að finna afar skemmtilegt sumarhús sem er 128 fm að stærð. Húsið var byggð 2008 og er fallega innréttað. Skipulagið er gott og eru stofan og eldhúsið sérstaklega skemmtileg. Stórir gluggar eru á báða vegu og hægt að horfa í gegnum húsið í þessu rými ef gluggatjöldin eru dregin frá. Í þessu rými er arinn sem hangir niður úr loftinu, sem býr til heilmikla stemningu. 

Af fasteignavef mbl.is: Hraunbrekkur 28

mbl.is