5 ráð til að auðvelda flutninga

Unsplash

Fólk er misöflugt þegar kemur að flutningum. Mörgum finnast flutningar hið mesta böl meðan aðrir sperrast allir upp þegar þeir flytja. Hér eru fimm góð ráð fyrir þá sem eru með kvíðahnút í maganum yfir komandi flutningum. 

1. Fyrsta skrefið í að undirbúa flutning er að taka til á eigin heimili. Farðu yfir allar skúffur og skápa og ekki pakka neinu niður sem þú veist að mun ekki verða notað á nýju heimili.

2. Farðu yfir eigur þínar og seldu það sem þú getur komið í verð. Úti í samfélaginu eru safnarar sem líta á eigur þínar sem fjársjóð þótt þú kunnir ekki að meta þær. Á Facebook eru fjölmargir hópar sem bjóða upp á sölu á húsgögnum, fötum og öðru dóti sem fólk vill ekki eiga lengur. Svo má alltaf setja varning inn á Bland. Ef þú átt að flytja eftir tvo mánuði byrjaðu þá strax.

Þessir kassar frá IKEA eru mjög góðir.
Þessir kassar frá IKEA eru mjög góðir.

3. Byrjaðu að pakka niður. Pakkaðu því sem þú notar sjaldan og komdu fyrir á góðan stað. Vertu með almennilega kassa og vandaðu þig þegar þú pakkar niður. Gættu þess svo vel að merkja vel kassana svo þú verðir ekki í hálft ár að koma þér fyrir á nýjum stað.

4. Byrjaðu að þrífa smátt og smátt. Það tekur lúmskan tíma að þrífa eldhússkápa, bakarofn og allt þetta helsta sem þú vilt að sé upp á tíu þegar þú afhendir nýjum kaupanda íbúðina þína.

5. Ef þú átt alvöruvini þá munu þeir hjálpa þér að flytja. Þiggðu alla hjálp því fleiri hendur vinna léttara verk. Vertu með svalandi drykki og huggulegar veitingar fyrir þá sem hjálpa þér á ögurstundu. Það mun margborga sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál