Glæsiheimili Karls Georgs til sölu á 143 milljónir

Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður.
Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður. mbl.is/Golli

Heimili lögmannsins Karls Georgs Sigurbjörnssonar er komið á sölu. Um er að ræða 285 fm einbýli sem byggt var árið 2000. Stíllinn á húsinu er höfðinglegur en fyrir framan útihurðina er bogadregið innskot sem setur svip á heildarmyndina. 

Karl Georg er með lögheimili í húsinu ásamt eiginkonu sinni, Ilona Sigurbjörnsson, en húsið er skráð á félagið J-4 ehf. Félagið J-4 festi kaup á húsinu 19. ágúst 2019. Ilona er skráð fyrir félaginu ásamt tengdaföður sínum og föður Karls Georgs, Sigurbirni Viðari Eggertssyni. 

Húsið er glæsilegt í alla staði með steyptu bílaplani og miklum skjólveggjum í kringum húsið. Í garðinum er stór verönd með heitum potti. 

Af fasteignavef mbl.is: Jórsalir 4

Jórsalir 4 er glæsilegt einbýli sem byggt var árið 2000.
Jórsalir 4 er glæsilegt einbýli sem byggt var árið 2000.
Svona leit eldhúsið út þegar Jórsalir 4 fóru á sölu …
Svona leit eldhúsið út þegar Jórsalir 4 fóru á sölu 2019.
mbl.is