240 milljóna glæsihús í 102 Reykjavík

Við Skildinganes í Reykjavík er að finna 312 fm einbýli sem byggt var 2003. Húsið er búið vönduðum innréttingum og mikið lagt í innviði þess. 

Eins og sést á myndunum er hátt til lofts og vítt til veggja. Mikið hefur verið lagt í parket- og flísalögn á sínum tíma. Náttúruflísar og parket mætast af mikilli list og setur það svip á húsið. 

Í eldhúsinu eru vönduð tæki frá Miele og fallegur steinn á borðplötunni. Það sama má segja um baðherbergin í húsinu. 

Húsið er búið stílhreinum húsgögnum og þess gætt að það lofti vel um allt. Húsið er á pöllum en í því er að finna helstu þægindi. Í garðinum er heitur pottur og á efri hæðinni eru afar heillandi þaksvalir sem bjóða upp á möguleika. 

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 49

mbl.is