Bleikt baðkar hjá Poppy Delevingne

Breska fyrirsætan Poppy Delevingne á nautnalegt baðherbergi sem vakið hefur …
Breska fyrirsætan Poppy Delevingne á nautnalegt baðherbergi sem vakið hefur mikla athygli. Skjáskot/Instagram

Það er litríkt heima hjá fyrirsætunni Poppy Delevingne en hún er nýbúin að gera upp hús sitt í London með breska innanhússhönnuðinum Joönnu Plant. Delevingne er sögð hafa leitast við að skapa skemmtilegt heimili sem endurspeglaði vel stíl hennar og manns hennar James Cooks. Hún hefur verið dugleg að deila myndum af umbreytingunum á instagramsíðu sinni þar sem sjá má fyrir-og-eftir-myndir.

Baðherbergið er sérstaklega bjart og líflegt. Marmarinn fer vel við …
Baðherbergið er sérstaklega bjart og líflegt. Marmarinn fer vel við gylltu kranana. Skjáskot/Instagram

Baðherbergi efri stéttarinnar

Baðherbergið hefur vakið sérstaka athygli og samkvæmt Daily Mail er það til marks um nýjar baðherbergisáherslur efri stéttarinnar. Baðherbergi þurfa að hafa mjög afgerandi útlit og því litríkara því betra. Fjölmargir einkaklúbbar og veitingastaðir hafa farið þá leið að gera baðherbergin sérstaklega eftirminnileg, til dæmis einkaklúbburinn Annabel's þar sem vaskarnir hafa krana í svanslíki og svo veitingastaðurinn Sketch þar sem allt er bleikt.

Baðherbergi Delevingne er með grænu handmáluðu silkiveggfóðri eftir De Gournay. Blöndunartækin eru gyllt en baðkarið ljósbleikt að lit með gylltum fótum. Þá er gestabaðherbergið einnig með grænu veggfóðri og gylltum blöndunartækjum.

Gestabaðherbergið er skreytt veggfóðri sem minnir á frumskóg.
Gestabaðherbergið er skreytt veggfóðri sem minnir á frumskóg. Skjáskot/Instagram
Svefnherbergið er bleikt.
Svefnherbergið er bleikt. Skjáskot/Instagram
Blái liturinn er fallegur í þessu rými.
Blái liturinn er fallegur í þessu rými. Skjáskot/Instagram
Ljósið flæðir óhindrað um ganga hússins.
Ljósið flæðir óhindrað um ganga hússins. Skjáskot/Instagram
Myndaveggur er vinsæll fyrir ofan notalegan sófa.
Myndaveggur er vinsæll fyrir ofan notalegan sófa. Skjáskot/Instagram
Eldhúsið er stílhreint og bjart.
Eldhúsið er stílhreint og bjart. Skjáskot/Instagram
Fagurblátt veggfóður eftir De Guernay sem er handmálað á silki.
Fagurblátt veggfóður eftir De Guernay sem er handmálað á silki. Skjáskot/Instagram
Heimaskrifstofan er björt og falleg í mildum bleikum tón með …
Heimaskrifstofan er björt og falleg í mildum bleikum tón með neonljós og svörtum gluggum sem setja punktinn yfir i-ið. Skjáskot/Instagram
Stofan er í dekkri litum og hefur yfir sig formlegri …
Stofan er í dekkri litum og hefur yfir sig formlegri blæ en önnur rými heimilisins. Skjáskot/Instagram
Litríkt loftljósið setur skemmtilegan blæ á rými sem er annars …
Litríkt loftljósið setur skemmtilegan blæ á rými sem er annars dökkt og hefðbundið. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál