Hildur keypti draumahúsið og sér ekki eftir því

Hildur Ársælsdóttir er frumkvöðull sem hefur komið sér vel fyrir …
Hildur Ársælsdóttir er frumkvöðull sem hefur komið sér vel fyrir í Danmörku.

Frumkvöðullinn Hildur Ársælsdóttir er búsett í Danmörku með fjölskyldu sinni. Hún er stofnandi Skin & Good sem er fyrirtæki er veitir ráðgjöf og selur vörur sem Hildur getur mælt með. Hildur býr í einstaklega fallegu húsi sem hún og eiginmaður hennar Claes Berland keyptu í árslok ársins 2018. Það fer vel um alla í húsinu og sinnir hún þaðan allri vinnu sinni í dag. Þau hjónin eiga tvö börn og einn stóran hund. Þau eru með hefð fyrir því að fá íslensk páskaegg send sem þau fela í dönskum skógi og börnin leita að á páskasunnudag. 

Þótt það sé í mörgu að snúast hjá henni þá gefur hún ekkert eftir þegar kemur að kröfum í vinnunni. 

„Ég er með mjög miklar kröfur og fá einungis allra bestu vörur rafræna hillu hjá mér. Ég hef sjálf starfað í snyrtivörubransanum í meira en fimmtán ár. Ég starfaði meðal annars fyrir L‘Oréal sem er stærsta snyrtivörufyrirtækið í heiminum í dag. Áður en ég fór í sjálfstæðan rekstur var ég framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá BIOEFFECT. Ég hef einnig aðstoðað Bláa lónið og Angan Skincare sem markaðsráðgjafi. Ég er stundum kölluð Scandinavian Skin Expert og er á fullu að byggja upp fyrirtæki mitt sem óx á miklum hraða í fyrra. Ég set fókusinn á England, Þýskaland, Frakkland og Skaninavíu en Skin & Goods hefur verið líkt við bandaríska Violet Grey sem er leiðandi á markaði í Bandaríkjunum í hágæða húðvörum. Það velti átta milljónum dala í fyrra.“

Bærinn sem Hildur býr í heitir Birkerød og er hann í tuttugu mínútna fjarlægð frá Kaupmannahöfn.  

Birkerød er yndislegur bær umkringdum litlum tjörnum og stórum skógum. Þótt bærinn sé lítill þá er allt til alls hér. Við erum með litla göngugötu með kaffihúsum og sérverslanir ásamt litlu kvikmyndahúsi. Hér er stórt og mikið íþróttahús sem býður upp á alls konar möguleika fyrir börnin. Við erum með góða skóla og samgöngurnar hér eru frábærar.“

Hvað getur þú sagt okkur um húsið ykkar?

„Húsið sem við búum í er upprunalega frá árinu 1777 og var fyrsta húsið við Birkerød sø. Húsinu fylgdi mikið landsvæði sem hefur í gegnum árin verið selt áfram til fólks sem hefur viljað byggja á svæðinu. Við erum nú umvafin fallegum eldri húsum en flest þeirra voru byggð í kringum 1800 og 1900. Húsið var tekið algjörlega í gegn af fyrri eiganda árið 2010 en það var á tveimur hæðum og var því mjög lágt til lofts hér,“ segir hún og bætir við að ýmislegt hafi verið gert. 

„Svo sem opnað upp í loftið svo nú sjáum við fallegu bjálkana sem fá að njóta sín í öllu húsinu nema inn á baðherberginu. Húsið er á einni hæð í dag en við erum með aðgang að herbergi sem er fyrir ofan svefnherbergið. Við notum það sem skrifstofu í dag en þar er einstakt útsýni yfir vatnið. Gólfið í húsinu er lækkað niður svo allir gluggar eru óvenjulega háir. Eins var gerð viðbygging árið 2010 og nú er eldhúsið okkar í þeirri viðbyggingu.“

Húsið sem Hildur býr í er einstaklega fallegt.
Húsið sem Hildur býr í er einstaklega fallegt.

Hildur er heppin með það að húsið var í mjög góðu ástandi þegar hún keypti það. 

„Það var glænýtt trégólf í húsinu og sérsmíðað eldhús. Við fengum það á góðu verði. Við vorum nýbúin að eignast annað barnið okkar og ég var nýbúin að stofna fyrirtækið mitt svo við vildum ekki vera að fara í miklar framkvæmdir heima. Við tókum íbúðina sem við áttum í Kaupmannahöfn algjörlega í gegn þegar ég var ófrísk af fyrsta barninu okkar. Svo ég var búin með þann pakka.“

Hvernig er svæðið í kringum húsið?

„Svæðið í kringum húsið er alveg yndislegt. Við búum við mjög fallegt vatn sem hægt er að ganga í kringum. Hér er mikið fuglalíf og stór og falleg tré eru hér um allt.“ 

Eldhúsið er viðbygging sem var bætt við húsið árið 2010.
Eldhúsið er viðbygging sem var bætt við húsið árið 2010.

Það eina sem Hildur gerði áður en hún flutti inn var að mála alla veggi. 

„Svo höfðum við uppi á fyrirtækinu sem smíðaði eldhúsið okkar. Það var staðsett hér í Birkerød og maðurinn yndislegur sem hafði komið að breytingunum á sínum tíma. Eldhúsið var í sérstökum rauðbrúnum lit sem höfðaði ekki til okkar. Við fengum manninn til að bæsa eldhúsið svart. Útkoman var einstaklega glæsilegt eldhús sem við erum mjög ánægð með. Við skiptum svo út öllum eldhústækjum í fyrra. Við breyttum aðeins baðherberginu og létum gera vegg sem er líkt og steyptur veggur. Það var gert með sérstakri málningu. Ég er svo mikið fyrir þennan hráa stíl. Svo byggði faðir minn fallegar tréhillur á einn vegg. Meira höfum við ekki gert.“

Hvar finnst þér best að kaupa húsmuni inn í húsið?

„Ég elska að kaupa gamla hluti sem eiga sér sögu. Því versla ég mikið af tímabilshlutum á alls konar mörkuðum. Svo á ég nokkrar uppáhaldsbúðir hér í Danmörku. Kluvher Dehli er ein af þeim en þau eru með alls konar góðgæti frá Kína og Indlandi sem þau flytja sjálf inn. Sófaborðið okkar er einmitt þaðan en það var gamall kínverskur vagn frá því um 1800.  Einnig eru eldhússtólarnir okkar þaðan og fleiri minni hlutir inn á heimilinu. Önnur verslun sem ég versla mikið í er Culture Living sem var rétt hjá gömlu íbúðinni okkar á Østerbro.“

Eldhúsið er fallegt. Það eina sem Hildur gerði fyrir það …
Eldhúsið er fallegt. Það eina sem Hildur gerði fyrir það eftir að hún flutti inn var að mála veggina og svo skipti hún um eldhústæki.

Hvaða húsgagn dreymir þig um?

„Mig langar í nýjan sófa en það er erfitt að réttlæta slík innkaup með tvö lítil börn og stóran hund. Draumasófinn er Original Toga sófi frá Michel Ducaroy. Svartur leðursófi sem myndi vera fullkominn heima hjá okkur.“

Innréttingarnar heima hjá Hildi eru sérsmíðaðar frá Kock Køkken. 

„Öll eldhústækin okkar eru frá SMEG. Vaskurinn og blöndunartækin í eldhúsinu er frá VOLA, þau voru einnig inn á baðherberginu okkar en ég skipti þeim út fyrir ódýra gamaldags lausn þar sem mér fannst það passa betur við húsið.“ 

Hvað á að gera um páskana?

„Þá ætlar maðurinn minn að fara að slípa tré gólfið og bera á það svo við förum til foreldra hans í Hundested. Það er fallegur lítill bær við höfnina. Ég fer í sjósund á veturna og ætla að njóta mín í því um páskana. Síðan fæ ég íslensk páskaegg send til mín frá mömmu og þá er vaninn að fela þau úti í skóginum. Krakkarnir elska að leita að þeim á páskasunnudag.“

Góð kaffivél er gulls ígildi.
Góð kaffivél er gulls ígildi.
Húsið var á tveimur hæðum en var allt tekið í …
Húsið var á tveimur hæðum en var allt tekið í gegn árið 2010.
Hildur er mikið fyrir fallegar ljósmyndir eins og sést á …
Hildur er mikið fyrir fallegar ljósmyndir eins og sést á heimilinu hennar.
Það er mikið af fallegum hlutum á heimilinu sem keyptir …
Það er mikið af fallegum hlutum á heimilinu sem keyptir hafa verið á mörkuðum svo eitthvað sé nefnt.
Húsið stendur við fallegt vatn og svo er gróðurinn mikill …
Húsið stendur við fallegt vatn og svo er gróðurinn mikill í kringum húsið.
Allt er vænt sem vel er grænt.
Allt er vænt sem vel er grænt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál