Yfirþyrmandi narsissismi að mála stofuna í „Emmsés eyes“

Gauti Þeyr, eða Emmsjé Gauti eins og hann er kallaður, málaði stofuna bláa. Þegar hann valdi litinn á stofuna lét hann skanna sinni eigin augnlit. Hann segir að einhverjir gætu haldið að þetta væri yfirþyrmandi narsissismi en hann er þó ánægður með það. Það kæmi heldur engum ó óvart ef þessi litur yrði einn heitasti liturinn á komandi mánuðum. 

Emmsés eyes heitir liturinn, í höfuðið á rapparanum. Liturinn er bæði hlýr og notalegur. 

Rapparinn Emmsjé Gauti málaði íbúðina sjálfur en segir að fagmenn yrðu kannski ekkert himinlifandi yfir vinnubrögðunum. Sumt í íbúðinni sé nefnilega fjarskafallegt en hvaða máli skiptir það. Er það ekki bara í lagi? 

mbl.is