Catherine Zeta-Jones sýnir fataherbergið

Catherine Zeta-Jones glæsileg fyrir utan heimilið.
Catherine Zeta-Jones glæsileg fyrir utan heimilið. mbl.is/Instagram

Catherine Zeta-Jones leyfði fylgjendum að sjá inn í fataherbergið sitt á Instagram á dögunum. Líkt og frægra er siður þá er fataherbergið ekkert slor. Sjá má veglegar innréttingar úr dökkum við sem ná frá lofti til gólfs auk þess sem þar er mjúkt teppi.

„Ef í vafa, breyttu þá fataskápnum í tískupall,“ sagði leikkonan og sýndi tilburði á við færustu fyrirsætur heims. Í bakgrunni mátti heyra lag Madonnu, Vogue.

Zeta-Jones er nú á fullu að kynna fatalínu sem hún hannar og því ekki að undra að hún skyldi velja nokkur vel valin eintök til að sýna á Instagram. 

Stutt er síðan Zeta-Jones opnaði sig um svokölluð tískuóhöpp. Eitt sinn lenti hún í tilviki á Golden Globe-hátíðinni þar sem förðunarfræðingur hennar þurfti að finna svart bómullarefni frá þjónustuliðinu til að sauma á hana. „Það er alltaf eitthvert vandamál með rennilása. Ég held að því fallegri sem flíkin er, því lélegri sé rennilásinn. Ég veit það ekki, en maður getur átt ódýran kjól og sá rennilás bregst aldrei,“ segir Zeta-Jones.

Catherine Zeta-Jones sýndi góða takta innan úr fataherbergi sínu.
Catherine Zeta-Jones sýndi góða takta innan úr fataherbergi sínu. Skjáskot/InstagramCatherine Zeta-Jones hannar föt þessa dagana.
Catherine Zeta-Jones hannar föt þessa dagana. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is