Hvar fæst veggljósið heima hjá Kristjönu?

Lesendur Smartlands eru duglegir að leita ráða hjá mér og spyrja út í hitt og þetta sem fjallað er um á vefnum. Frá því að Smartland fór í loftið hef ég fengið mörg þúsund fyrirspurnir um hitt og þetta og þá sérstaklega um eitthvað sem tengist heimilinu. Hingað til hef ég svarað fyrirspurnum fólks í gegnum tölvupóst en í tilefni af 10 ára afmæli Smartlands ætla ég að svara spurningunum á vefnum sjálfum til að leyfa lesendum að fá innsýn í hvað gerist á bak við tjöldin. Eftir að síðasti Heimilislífsþáttur fór í loftið fékk ég eftirfarandi spurningu:

Sæl Marta María

Ég var að horfa á heimskóknina þína til Kristjönu M. Sigurðardóttur arkitekts, sem var frábær, og þar sá ég geggjaðan vegglampa sem mig langar svo til að fá að vita hvar fæst!

Bestu kveðjur,

H

Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is.
Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Ljósmynd/Kári Sverriss


Sæl og blessuð H. 

Heimili Kristjönu M. Sigurðardóttur er afar fallegt enda er hugsað út í hvert smáatriði og þess gætt að sem best fari um fjölskyldumeðlimi. Svo er Kristjana svo ferlega skemmtileg að það er ekkert skrýtið að við höfum fengið góð viðbrögð á þáttinn. Gaman að þú skulir hafa spurt um veggljósið því þetta er eitt af þeim ljósum sem mig hefur lengi langað í. Það er frá Flos og fæst í Casa. Umrætt ljós heitir Flos 265 og var hannað á hippatímabilinu eða 1973 af Paolo Rizzato. Hægt er að fá ljósið einnig í hvítu. Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan er það afar fallegt og hægt að nota á mismunandi hátt. 

Bestu kveðjur, 

Marta María 

Ef þú vilt fá svör við einhverju þá getur þú sent mér póst HÉRmbl.is