Draumaíbúð fólks sem hugsar stórt

Við Ferjubakka í Reykjavík hefur afar tæknilegt par komið sér fyrir. Íbúðin er einstök á margan hátt og sérstaklega áhugaverð fyrir þá sem hafa unun af góðum hljómgæðum og lýsingu. 

Sjálf íbúðin er 80 fm að stærð og var blokkin byggð 1968. Gott skipulag er á íbúðinni en í eldhúsi er búið að skipta um innréttingar. Það sem vekur strax athygli er hvernig led-lýsingu er komið fyrir undir efri skápa til að búa til stemningu. 

Þegar inn í stofu er komið má sjá risastórt sjónvarp og mikið magn af hátölurunum. Fólk sem leggur mikið upp úr hljómgæðum og almennum þægindum þegar kemur að sjónvarpsáhorfi á án efa eftir að verða heillað af þessari uppstyllingu. Veggurinn á bak við er svo málaður í svörtum lit sem tónar vel við litinn á hátölurunum. Fyrir framan þetta altari sjónvarps og hljóðgæða er vandaður leðursófi lata stráksins. Bak við sófann eru fleiri hátalarar til að hljómgæðin séu sem best. 

Í eldhúsinu er tölvuaðstaða með góðu hljóðkerfi og nettum leikjastól svo það fari sem best um húsráðanda. Inni á baðherbergi er stórt baðkar og nýleg innrétting. 

Af fasteignavef mbl.is: Ferjubakki 12 

mbl.is