Hvar fæst svona sófi eins og Kristjana á?

Sófinn hennar Kristjönu var keyptur í Tekk-Habitat. Ljósið fyrir ofan …
Sófinn hennar Kristjönu var keyptur í Tekk-Habitat. Ljósið fyrir ofan er Flos 265 og fæst í Casa.

Lesendur Smartlands eru duglegir að leita ráða hjá mér og spyrja út í hitt og þetta sem fjallað er um á vefnum. Frá því Smartland fór í loftið hef ég fengið mörg þúsund fyrirspurnir. Hingað til hef ég svarað fyrirspurnum fólks í gegnum tölvupóst en í tilefni af 10 ára afmæli Smartlands ætla ég að svara spurningunum á vefnum sjálfum til að leyfa lesendum að fá innsýn í hvað gerist á bak við tjöldin. Eftir að síðasti Heimilislífsþáttur fór í loftið fékk ég eftirfarandi spurningu:

Sæl og takk fyrir frábæran vef.

Mig langar svo að athuga hvort ég geti fengið upplýsingar um sófann sem var hjá henni Kristjönu í Heimilislífi. Ég er að leita mér að sófa og finn ekki neitt sem mig langar í en þessi var svo sjúklega kósý. Með fyrirframþökk og með bestu kveðjum,

Margrét

Hér má sjá sófann þar sem Kristjana bjó áður.
Hér má sjá sófann þar sem Kristjana bjó áður.

Sæl og blessuð Margrét.

Takk fyrir hlý orð. Sófinn heima hjá Kristjönu M. Sigurðardóttur, sem er arkitekt hjá Tark arkitektum, var keyptur í Tekk-Habitat en hún er búin að eiga hann í nokkur ár. Hann er úr grænu flaueli og afar hlýlegur og smart og passar vel við gráu hilluna úr Habitat. Hann fer líka vel við veggljósið Flos 265 sem fæst í Casa. Ef þú ert að leita þér að grænum flauelssófa þá er RINGSTORP-sófinn úr IKEA líka mjög fallegur. Liturinn er flöskugrænn en það er líka hægt að fá hann í svörtu. Vonandi finnur þú hlýlegan og notalegan sófa sem þú getur kúrt í meðan þú lest Smartland í símanum þínum eða í tölvunni þinni.

Hlýja,

Marta María

Ef þér liggur eitthvað á hjarta þá getur þú sent mér póst HÉR. 

Kristjana M. Sigurðardóttir arkitekt.
Kristjana M. Sigurðardóttir arkitekt. mbl.is/Arnþór Birkisson
RINGSTORP-sófinn úr IKEA gæti komið til greina ef fólk er …
RINGSTORP-sófinn úr IKEA gæti komið til greina ef fólk er að leita að grænum flauelssófa.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »