Kolbeinn Sigþórs selur glæsihús í Fossvogi

Kolbeinn Sigþórsson fótboltamaður hefur ákveðið að selja hús sitt við …
Kolbeinn Sigþórsson fótboltamaður hefur ákveðið að selja hús sitt við Haðaland í Fossvogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hefur sett glæsihús sitt við Haðaland 7 á sölu. Kolbeinn festi kaup á húsinu 2013 en áður hafði það verið í eigu forstjóra Íbúðalánasjóðs. 

Húsið er 267 fm að stærð en það var byggt 1973. Væntanlegir kaupendur geta sett tilboð í húsið en fasteignamatið er 149.200.000 kr. Húsið var mikið endurnýjað árið 2007. Þá voru settir álgluggar í húsið og allt gler endurnýjað. Þá var líka settur þakdúkur og það múrað upp á nýtt. Í húsinu er gólfhiti og innfelld lýsing. 

Af fasteignavef mbl.is: Haðaland 7

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is