Starfsmannastjóri Alþingis festi kaup á hönnunarraðhúsi

Saga Steinþórsdóttir starfsmannastjóri Alþingis og eiginmaður hennar, Árni Reynir Alfreðsson markaðsstjóri BYKO, hafa fest kaup á glæsihúsi sem Smartland fjallaði um á dögunum. 

Húsið sem hjónin keyptu er raðhús sem stendur við Hvassaleiti 113 og er húsið einstakt á margan hátt. Mikið hefur verið lagt í hönnun þess og stíl. 

Það er kannski ekki skrýtið að Saga og Árni Reynir hafi fallið fyrir húsinu því það minnir töluvert á þeirra fyrri íbúð við Skaftahlíð í Reykjavík en Smartland flutti fréttir af þeirri glæsieign á dögunum. 

Það mun ekki fara illa um fjölskylduna á nýjum stað! Smartland óskar Sögu og Árna innilega til hamingju með fasteignakaupin. 

mbl.is