Berglind Berndsen sló enga feilnótu í Kópavogi

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Naustavör í Kópavogi stendur afar glæsileg íbúð á besta stað. Íbúðin stendur í húsi sem byggt var í fyrra og er íbúðin sjálf 104 fm að stærð. Innanhússarkitektinn Berglind Berndsen hannaði íbúðina og er stíllinn á henni einstaklega glæsilegur. 

Eldhús og stofa renna saman í eitt og eru innréttingarnar svarbrúnar. Á borðplötunum er granít frá S. Helgasyni. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Eldhúsið er ekki mjög eldhúslegt heldur meira eins og bar. Þar er ísskápur falinn í innréttingunni og líka uppþvottavélin. 

Veggirnir eru málaðir í gráum tón sem passar vel við svartbæsuðu innréttinguna. Fallegar gardínur með New Wave rykkingu setja svip sinn á rými og það gera líka leður-sjöurnar frá Arne Jacobsen og líka Flos-ljósið 2097 sem fæst í Casa. 

Eins og sjá má er heildarmyndin falleg og ekki stigin ein feilnóta hvað hönnun og stíl varðar. 

Af fasteignavef mbl.is: Naustavör 42

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is