Hvaða sjúklegi litur er heima hjá Tobbu?

Tobba Marinósdóttir á heimili sínu í Vesturbænum. Liturinn á bak …
Tobba Marinósdóttir á heimili sínu í Vesturbænum. Liturinn á bak við hana heitir Sjúklegur og er úr Slippfélaginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Les­end­ur Smart­lands eru dug­leg­ir að leita ráða hjá mér og spyrja út í hitt og þetta sem fjallað er um á vefn­um. Frá því Smart­land fór í loftið hef ég fengið mörg þúsund fyr­ir­spurn­ir. Hingað til hef ég svarað fyr­ir­spurn­um fólks í gegn­um tölvu­póst en í til­efni af 10 ára af­mæli Smart­lands ætla ég að svara spurn­ing­un­um á vefn­um sjálf­um til að leyfa les­end­um að fá inn­sýn í hvað ger­ist á bak við tjöld­in. Eftir að ég heimsótti Tobbu Marinós á dögunum í þættinum Heimilislífi fékk ég eftirfarandi póst:

Sæl Marta María.

Þakka þér fyrir skemmtileg innlit hjá fólki í þættinum þínum. Ég horfði á innlitsþáttinn hjá Tobbu Marinós og hreifst svo af fjólugráa litnum sem hún var með í stofunni og víðar. Hef verið að hugsa svo mikið um þennan lit síðan því mig langar svo mikið til að mála svefnherbergið mitt í þessum lit. Nú langar mig til þess að vita hvort þú gætir spurt Tobbu hvaða litur þetta er og hvaða málningartegund, gljástig o.þ.h.  Ef þessar upplýsingar liggja ekki á lausu er það í góðu lagi.

Kveðja, Halla

Liturinn Sjúklegur kemur úr litakorti Fröken Fix í Slippfélaginu.
Liturinn Sjúklegur kemur úr litakorti Fröken Fix í Slippfélaginu.

Sæl og blessuð Halla og takk fyrir póstinn.

Liturinn sem er heima hjá Tobbu heitir Sjúklegur og kemur frá Slippfélaginu. Liturinn býr yfir miklum töfrum og skapar mikinn hlýleika eins og sást í þættinum. Þótt hann sé svolítið mikið fjólublár þá virkar hann ekki þannig þegar hann er kominn á veggina og á sumum stöðum er hann eins og grár. Ég hef í gegnum tíðina verið mjög hrifin af fjólugráum tónum og málaði einu sinni nánast allt heimili mitt í slíkum lit. Svona fjólugrár er róandi sem virkar oft vel fyrir svolítið æstar mannverur. Varðandi gljástig þá eru þessir litir nútímans oftast málaðir í gljástigi 10 en ég myndi leita ráða hjá fagmönnunum í Slippfélaginu. Þeir vita nákvæmlega hvað er best fyrir þitt rými.

HÉR er litakort úr Slippfélaginu. Ég myndi skoða það og bera Sjúklegan saman við aðra liti í sama dúr. Gangi þér vel með þetta! 

Kær kveðja, Marta María. Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent mér póst á mm@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál