Tekkhúsgögn, tungusófi og hlýleiki

Við Austurbrún í Reykjavík hefur fjölskylda komið sér vel fyrir en hyggst nú flytja úr þessari 79 fm íbúð. Húsið sjálft var byggt 1960 og hefur margt verið gert til þess að gera heimilið sem best heppnað. 

Í eldhúsinu er klassísk hvít innrétting með eikarborðplötum og nettum flísum á milli skápa. Gulur veggur setur svip á eldhúsið og kemur með hlýju og gleði inn í rýmið. Guli liturinn fær líka sitt pláss í stofunni þar sem tungusófi og tekkhúsgögn mæta plöntum, bókum og öðrum skemmtilegheitum. 

Falleg listaverk prýða íbúðina og inn á milli má sjá gömul húsgögn með sál sem lífga upp á tilveruna. 

Af fasteignavef mbl.is: Austurbrún 37

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál