Dreymir þig um að verða nágranni Hannesar?

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Árni Sæberg

Ef þig hefur alltaf dreymt um að búa við hliðina á Hannesi Þór Halldórssyni, markverði íslenska landsliðsins, er tækifærið núna. Húsið við hliðina á Hannesi Þór stendur við Ljósaland í Fossvogi og er 227 fm að stærð. 

Húsið var byggt 1972 og hefur verið sérlega vel við haldið. Eldhúsið er til dæmis með afar fallegri innréttingu sem búið er að opna inn í borðstofu. Þeir sem þekkja Fossvoginn vita að veðursæld er hvergi meiri á höfuðborgarsvæðinu og þaðan er stutt í alla þjónustu. 

Af fasteignavef mbl.is: Ljósaland 21

mbl.is