Anna Sigurlaug keypti risalóð á Arnarnesi

Hjónin Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Myndin var …
Hjónin Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Myndin var tekin 2018. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Anna Sigurlaug Pálsdóttir fjárfestir hefur fest kaup á risastórri lóð við Þrastanes 22 í Arnarnesi. Lóðin er mjög stór eða 1.733,0 m². Til að setja stærðina á lóðinni í samhengi þá er hún eins og þrjár hefðbundnar einbýlishúsalóðir ef marka má stærð hefðbundinna lóða á höfuðborgarsvæðinu. 

Anna Sigurlaug keypti lóðina 2019 af P.S. fasteignum ehf. en félagið er í eigu Páls B. Samúelssonar föður Önnu Sigurlaugar. Hann er stofnandi fyrirtækisins P. Samúelssonar sem seldi þjóðinni Toyota-bifreiðar frá 17. júní 1970 til ársins 2005 þegar hann seldi fyrirtækið til fjárfestingafélagsins Smáeyjar ehf.

En hvers virði er svona stór og myndarleg lóð í Arnarnesi?

Fasteignamat lóðarinnar er 27.900.000 kr. Ekki kemur fram í kaupsamningi hvað greitt hafi verið fyrir lóðina en í afsali kemur fram að hún hafi verið greidd að fullu. 

Lóðin við Þrastanes 22 er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur.
Lóðin við Þrastanes 22 er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. mbl.is/Sonja Sif Þórólfsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál