Hvaðan er flotta gullljósið heima hjá Sigríði?

Sigríður Arngrímsdóttir arkitekt var heimsótt á dögunum í þættinum Heimilislíf.
Sigríður Arngrímsdóttir arkitekt var heimsótt á dögunum í þættinum Heimilislíf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Les­end­ur Smart­lands eru dug­leg­ir að leita ráða hjá mér og spyrja út í hitt og þetta sem fjallað er um á vefn­um. Frá því Smart­land fór í loftið hef ég fengið mörg þúsund fyr­ir­spurn­ir. Hingað til hef ég svarað fyr­ir­spurn­um fólks í gegn­um tölvu­póst en í til­efni af 10 ára af­mæli Smart­lands ætla ég að svara spurn­ing­un­um á vefn­um sjálf­um til að leyfa les­end­um að fá inn­sýn í hvað ger­ist á bak við tjöld­in. Hér fékk ég spurn­ingu frá manneskju sem vildi ólm fá að vita hvaðan ljósið er sem prýðir heimili Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts. 

Blessuð MM. 

Gulllitaða ljósið heima hjá Sigríði arkitekt. Hvaðan er það? Mig hefur dreymt um svona ljós mjög lengi. 

Kær kveðja, 

BB. 

Verona og er hannað af Sven Middelboe 1970.
Verona og er hannað af Sven Middelboe 1970.

Sæl BB. 

Ljósið sem prýðir borðstofuna heima hjá Sigríði heitir Verona og er hannað af Sven Middelboe sem er danskur ljósahönnuður. Ljósið var hannað 1970 og er hægt að fá það í mismunandi útfærslum. Ég skil vel að þú hafir fallið fyrir þessu ljósi. Það er guðdómlegt og fer sérlega vel heima hjá Sigríði. HÉR getur þú skoðað það nánar. 

Kær kveðja, 

Marta María 

mbl.is