Ein mest sjarmerandi íbúð landsins komin á sölu

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Lynghaga í Reykjavík er að finna einstaka íbúð á tveimur hæðum með útsýni út á sjó. Húsið var byggt 1955 og er íbúðin alls 150 fm.

Húsgögnum er raðað saman af mikilli næmni og svo kemur glerhurð á milli stofu og borðstofu skemmtilega á óvart. Glerhurðin kemur með nýtískulegan blæ inn á þetta fallega heimili.

Þessi íbúð sýnir það glögglega hvað ljósgrár litur getur verið klæðilegur. Hér eru veggir og loft máluð í þessum milda gráa sem heldur svo vel utan um fjölskyldu þessarar íbúðar. Þessi grái litur er góður við svart en líka við ljós húsgögn eins og sést í stofunni. 

Innihurðir eru lakkaðar svartar og sumir munir í íbúðinni fara með fólk í ævintýraferð til Asíu. Rauðbrúni skápurinn í stofunni er gott merki um það.

Eins og sjá má á öllum myndum þá hafa húsráðendur lagt mikinn metnað í þessa fallegu íbúð sem er á sérlega góðum stað í Vesturbænum. Svo er ekki ónýtt að geta horft út á haf. 

Af fasteignavef mbl.is: Lynghagi 24

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is