165 milljóna raðhús í Fossvogi

Við Sævarland í Fossvogi stendur glæsilegt 301 fm raðhús sem byggt var 1971. Húsið er sérlega smekklega innréttað en það var endurnýjað mikið í kringum 2007. Hvítar háglansandi innréttingar prýða eldhús og baðherbergi og í eldhúsi er ljós náttúrusteinn. 

Húsið er á tveimur hæðum og glæsilegur garður í kringum húsið með heitum potti og útisturtu. Á efri hæðinni er eldhús og stofa, hjónaherbergi og baðherbergi. Á neðri hæðinni er sjónvarpsherbergi, annað baðherbergi og fleiri herbergi. Í húsinu eru alls sex svefnherbergi. Af neðri hæðinni er útgengi út í sólríkan suðurgarð. 

Húsið er bjart og vel skipulagt og sérlega hentugt fyrir hina hefðbundnu íslensku fjölskyldu. 

Af fasteignavef mbl.is: Sævarland 20

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál