Íbúð Gylfa og Alexöndru á sölu

Rut Káradóttir hannaði íbúð Gylfa og Alexöndru sem nú er …
Rut Káradóttir hannaði íbúð Gylfa og Alexöndru sem nú er komin á sölu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Knattspyrnustjarnan Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir náttúrukokkur hafa sett á sölu fallega íbúð sína í Þorrasölum 17. Íbúðin er skráð á fasteignafélag Gylfa, Stellar ehf. Gylfi og Alexandra hafa dvalið í íbúðinni í Þorrasölum þegar þau eru á Íslandi. DV greindi fyrst frá þessu. 

Íbúðin er 107,9 fermetrar með sérinngangi á þriðju hæð með fallegu útsýni. Fasteignamat íbúðarinnar er 51.650.000 en ásett verð 69,9 milljónir. Íbúðin er öll hin glæsilegasta enda hönnuð af innanhússarkitektinum Rut Káradóttur. Sérstaka athygli vekur glæsilegt opið eldhús með marmara. 

Hjónin Gylfi og Alexandra eignuðust sitt fyrsta barn í maí. Aðeins eru tvö svefnherbergi í íbúðinni og ekki er búið að útbúa barnaherbergi. 

Af fasteignavef Mbl.is: Þorrasalir 17

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál