Lögmaður og lyfjafræðingur keyptu höll Kolbeins

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigrún Karlsdóttir lyfjafræðingur og Magnús Björn Brynjólfsson lögmaður hafa fest kaup á einbýlishúsi í Fossvogi. Um er að ræða Haðaland 7 sem var í eigu Kolbeins Sigþórssonar fótboltamanns. Húsið þykir afar fallegt en það var eitt sinn í eigu forstjóra Íbúðalánasjóðs. 

Húsið er á einni hæð og er á rólegum stað í Fossvoginum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Stórir gluggar eru á húsinu og er hugsað út í hvert smáatriði. Það er því ekkert skrýtið að Sigrún og Magnús hafi fallið fyrir því. 

Nú er raðhús þeirra við Aflagranda komið á sölu en eins og smá má á myndunum eiga þau ríkulegt innbú sem mun sóma sér vel í Fossvoginum. 

Af fasteignavef mbl.is: Aflagrandi 31

Kolbeinn Sigþórsson er búinn að selja glæsihús sitt við Haðaland …
Kolbeinn Sigþórsson er búinn að selja glæsihús sitt við Haðaland 7 í Fossvogi.
mbl.is