Innlit á heimili Lindu Pé

Linda Pétursdóttir ásamt heimasætunum.
Linda Pétursdóttir ásamt heimasætunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Linda Pétursdóttir veit fátt betra en að vera með falleg blóm í vasa og góðan drykk við höndina þegar hún er heima hjá sér. Heimili hennar státar af fallegum hlutum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. 

Linda hefur upp á síðkastið verið að gera það gott sem lífsþjálfi þar sem hún hjálpar konum að breyta um lífsstíl.Andleg líðan skiptir miklu máli að mati Lindu og heimilið leikur stórt hlutverk í því að líða vel.

„Ég hef ætíð lagt áherslu á að hafa fallegt og heimilislegt í kringum mig. Það skiptir mig miklu máli að umhverfið mitt sé glæsilegt. Ég vel hlutina inn á heimilið af kostgæfni, og tók nýverið eftir því að litapallettan á heimilinu er nánast eins og í fataskápnum mínum! Það var ekki planað en það er augljóst að ákveðnir litir heilla mig.

Ég kýs að hafa fallega hluti í kringum mig og eitt af því sem dæmi er að hafa alltaf afskorin blóm í vasa. Þau eru svo mikið augnayndi.“

Linda hefur ferðast víða og keypt fallega muni víða um …
Linda hefur ferðast víða og keypt fallega muni víða um heiminn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Drottningarstóllinn vinsæll

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima?

„Það er ákveðinn stóll sem við mæðgur köllum í gamni drottningarstólinn. Ég sit þar alltaf á morgnana, drekk sítrónuvatnið mitt og kaffi og skrifa í dagbókina mína. Á borðinu við hliðina á stólnum er stór gyllt búddastytta. Úr stólnum hef ég einnig útsýni út á hafið þar sem ég sæki mína orku.“

Ertu mikið í eldhúsinu?

„Já, það hefur aukist til muna nú á tímum kórónuveirunnar. Ég er farin að elda meira en áður, alls kyns dýrindisrétti, fisk, grænmeti og einstaka sinnum pasta. Oftast útbý ég rétti úr því sem til er án þess að fara eftir sérstakri uppskrift. Ég hef gaman af því að elda góða rétti.“

Útsýnið úr húsi Lindu er einstakt.
Útsýnið úr húsi Lindu er einstakt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gerir góða drykki í glæsilegu eldhúsi

Ertu til í að gefa okkur góða uppskrift að heilsuþeytingi sem þú drekkur daglega?

„Ég mæli heilshugar með græna drykknum mínum. Ég drekk hann sjálf flesta daga. Hann er stútfullur af næringu fyrir líkama og sál. Það er upplagt að bæta við hráefnum í hann eða taka úr eins og hentar hverjum og einum svona aðeins til að breyta til.“

Uppskriftin er fyrir tvo og má sjá neðar í viðtalinu.

Það jafnast ekkert á við að hvíla sig á sófanum …
Það jafnast ekkert á við að hvíla sig á sófanum heima. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með sánaklefa heima

Hvað gerir þú heima sem lýtur að daglegri rútínu þinni í að stunda hegðun sem styður við heilbrigði?

„Svefninn er þar mikilvægur. Það er að fara að sofa og vakna á svipuðum tíma alla daga. Enn fremur er ég með sánaklefa heima sem ég fer í flesta morgna. Ég hugleiði þar inni, þurrbursta líkamann og á eftir fer ég í kalda sturtu. Á eftir fæ ég mér sítrónuvatn og drekk að lágmarki tvo lítra af vatni á dag. Mér finnst gott að fá mér heilsudrykk í hádeginu sem er mín fyrsta máltíð því ég fasta fram að þeim tíma. Þá fæ ég mér einhvern súperdrykk. Þeir eru allir stútfullir af alls kyns ofurfæðu sem hefur dásamleg áhrif eins og til dæmis andöldrun, ljómandi húð, minna mittismál, aukin orka og bættur svefn.“

Heimilið þitt er glæsilegt og minnir mikið á alls konar staði í heiminum, meðal annars Bandaríkin, Indland og jafnvel Frakkland. Skipta ferðalög þig miklu máli og ertu dugleg að koma með fallega hluti heim sem gera umhverfið þægilegt?

„Ferðalög hafa verið partur af mínu lífi í langan tíma og sem dæmi árið sem ég var Ungfrú heimur heimsótti ég vel á fjórða tug landa. Heimili mitt ber keim af því og já, ég á mikið af fallegum hlutum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og vissulega innblástur bæði frá Bandaríkjunum, Indlandi og fleiri löndum.“

Hver er uppáhaldshluturinn þinn heima?

„Það er handgerð mósaík-kommóða sem ég keypti af listamönnum þegar ég bjó fyrst í Kanada. Þemað í henni er hafið. Það á vel við mig, stelpuna úr litlu fiskiþorpi á Íslandi.“

Linda er með fjölhæfa menntun og mikið fyrir að lesa …
Linda er með fjölhæfa menntun og mikið fyrir að lesa eins og sést í stofunni hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ertu dugleg að nota pallinn?

„Aðstaðan er frábær, ekki síst fyrir hundana mína, því það er girðing baka til svo þær geta verið úti eins mikið og þær vilja. Ég nota pallinn eðlilega mest á sumrin þar sem ég grilla og fer í pottinn. Það er afar huggulegt að sitja í pottinum á kvöldin og horfa út á hafið. Í raun fullkominn endir á deginum.“

Grænn Lindudrykkur

1 lúka spínat

1 avókadó

1/3 agúrka

1/2 greipaldin eða 1 grænt epli

1 sm engifer

1 tsk. hörfræ

safi úr 1 sítrónu

1 msk. góð olía (hörfræ, avókadó)

vatn eftir smekk (1 1/2 stórt glas).

Aðferð

Allt sett í blandara og þeytt saman þangað til drykkurinn er orðinn silkimjúkur.

Fallegt samspil ólíkra lita.
Fallegt samspil ólíkra lita. mbl.is/Kristinn Magnússon



Stofan er hugguleg og kommóðan úr skeljum í miklu uppáhaldi …
Stofan er hugguleg og kommóðan úr skeljum í miklu uppáhaldi hjá Lindu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sófinn fer fallega við litinn á veggnum.
Sófinn fer fallega við litinn á veggnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það eru til margar leiðir til að minna á bæn, …
Það eru til margar leiðir til að minna á bæn, hugleiðslu og ríkulegt andlegt líf. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál