„Eldhúsið var í litlu herbergi“

Helga Margrét á fallegt eldhús þar sem hún þróar hollar …
Helga Margrét á fallegt eldhús þar sem hún þróar hollar og góðar uppskriftir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Margrét Gunnarsdóttir og Kjartan Páll Sæmundsson búa í fallegri íbúð í Kópavogi sem þau hönnuðu og gerðu upp saman. Þau ákváðu að láta eldhúsið verða miðpunkt heimilisins enda veit hún fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram þegar kemur að hollustu.

Helga Margrét á þrjú börn með eiginmanni sínum Kjartani Páli. Fjölskyldan hefur búið fallega um sig í Kópavogi þar sem húsmóðirin á heimilinu nýtur sín í eldhúsinu að prófa sig áfram með heilsurétti sína sem hafa slegið í gegn að undanförnu.

Helga Margrét æfir mikið og hefur fundið það af eigin raun hvað næring skiptir miklu máli fyrir æfingar og í lífinu öllu. Hún deilir með fólki á Instagram-síðunni sinni „helgamagga“ hugmyndum að hollri næringu og hefur það að markmiði að hvetja fólkið í kringum sig áfram.

Eldhúsið er stílhreint og fallegt.
Eldhúsið er stílhreint og fallegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sáu mikil tækifæri í eigninni

Hvað getur þú sagt mér um heimilið þitt?

„Við keyptum þessa íbúð haustið 2019 og sáum mjög mikil tækifæri í eigninni og ákváðum strax að taka hana alla í gegn. Eldhúsið var í litlu herbergi í enda íbúðarinnar og þar við hliðina voru tvær samliggjandi stórar stofur. Það lá því beinast við að færa eldhúsið yfir í aðra stofuna og opna á milli yfir í hina stofuna. Eldhúsið er núna algjörlega hjartað í íbúðinni og svo fengum við með þessu auka svefnherbergi sem veitir ekki af með þrjú börn á heimilinu.

Baðherbergið var einnig góð áskorun en það var virkilega áhugavert í útliti svo ekki sé meira sagt. Það eru myndir af því eins og það var á Instagram-síðunni minni en þar voru þrjár mismunandi litasamsetningar af marmara samankomnar. Það tók um fjóra daga að brjóta baðherbergið allt niður áður en við gátum hafist handa við að byggja það upp aftur.

Við vorum virkilega heppin að ná að krækja í þessa eign og líður okkur dásamlega vel hér.“

Það var óséð með eldhúsinnréttinguna vegna kórónuveirunnar. En allt fór …
Það var óséð með eldhúsinnréttinguna vegna kórónuveirunnar. En allt fór vel að lokum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hönnuðu eldhúsið í sameiningu

Hvað getur þú sagt mér um eldhúsið þitt?

„Ég og maðurinn minn hönnuðum eldhúsið í sameiningu. Við vorum með stórt rými og vildum hafa stóra eyju og mikið skápapláss. Við vorum bara bundin af því hvar vaskurinn gæti verið þar sem við vorum að færa lagnir yfir vegginn svo það var upphafspunkturinn. Restin var svo ákveðin út frá staðsetningunni á vaskinum og uppþvottavélinni. Maðurinn minn teiknaði þetta allt upp en hann er einstaklega handlaginn og góður í öllu svona. Krakkarnir elska að sitja við eyjuna og svo finnst mér líka frábært að hafa eldhúsið stórt og opið og sjá vel yfir í stofuna. Það er einnig gaman að hafa eldhúsið opið ef við erum með gesti í mat.“

Blóm gera mikið fyrir stílhreint eldhúsið.
Blóm gera mikið fyrir stílhreint eldhúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kettirnir í hverfinu átu kalkúninn

Hvaðan eru innréttingarnar í eldhúsinu?

„Innréttingin er frá IKEA. Þegar við vorum búin að fá helminginn afhentan fengum við þær upplýsingar að innréttingin væri hætt í framleiðslu og óvíst hvort við myndum fá restina af framhliðunum sem vantaði. Þetta var í miðri fyrstu bylgju kórónuveirunnar og enginn vissi neitt þar sem var farið að hægja á öllum sendingum. Þetta leystist þó sem betur fer allt á endanum en tók sennilega fimm sinnum lengri tíma að fá allt afhent en við höfðum gert ráð fyrir. Það er ekki svo langt síðan við fengum síðustu skápaframhliðarnar og eigum því enn eftir að láta sérsmíða fyrir okkur búrskáp sem mun loka af hornið þar sem hrærivélin og blandarinn eru núna. En góðir hlutir gerast hægt, var ekki einhver sem sagði það?“

Aðspurð um stílinn á heimilinu segir hún hún vilji hafa hlýlegt í kringum sig. „Heimilið þitt þarf að vera þannig að þér líði vel þar öllum stundum. Við fengum Erlu Heimis í Lýsingu og hönnun til að aðstoða okkur við lýsinguna á heimilinu. Við tókum niður loftið í eldhúsinu. Erla teiknaði upp fyrir okkur lýsinguna þar og gaf ráðleggingar varðandi restina af heimilinu. Lýsing skiptir svo miklu máli sérstaklega hér á landi á veturna. Erla sagði okkur til dæmis að börn leika sér mun meira í herbergjunum sínum ef lýsingin er góð.“

Það er einstaklega smart að vera með ljósan við með …
Það er einstaklega smart að vera með ljósan við með svörtum stólum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Pizza! Við fjölskyldan erum alltaf með heimabakaða pizzu á föstudögum. Nýlega erum við farin að baka súrdeigspizzur úr okkar eigin súr. Það er heilmikil stemning í kringum þetta hjá okkur og alltaf eitthvað nýtt álegg prófað vikulega á eina pizzu. Við sitjum vanalega við eyjuna og pizzurnar eru borðaðar um leið og þær koma úr ofninum.“

Helga Margrét hugar að heilsunni og hollu matarræði.
Helga Margrét hugar að heilsunni og hollu matarræði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bardagalist er vinsæl á heimilinu.
Bardagalist er vinsæl á heimilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er mikið af blómum í stofunni.
Það er mikið af blómum í stofunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Við keyptum íbúðina haustið 2019 og sáu mjög mikil tækifæri …
Við keyptum íbúðina haustið 2019 og sáu mjög mikil tækifæri í eigninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Inn í eldhúsinu er áhugaverð hönnun.
Inn í eldhúsinu er áhugaverð hönnun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nytasmlegt og fallegt.
Nytasmlegt og fallegt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál