Dökkar innréttingar, marmari og spa-baðherbergi

Ljósmynd/Guðfinna Magg

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er alltaf kölluð Sæja. Stíllinn hennar er einstakur enda er hún eftirsótt í sínu starfi. Árið 2019 hannaði hún heimili fyrir fólk sem gerði kröfur um að það væru tveir ofnar í eldhúsinu, tveir kæliskápar og vínkælir. Eins og sést tókst að sameina fegurð og notagildi á heillandi hátt. 

Eigendur keyptu húsið tilbúið undir tréverk og fengu mig til liðs við sig snemma árs 2019. Skipulagið í húsinu var nokkuð gott svo ekki þurfti að gera miklar breytingar á því. Þetta er einbýli á einni hæð í funkís-stíl umkringt fallegri náttúru þar sem mosi og hraun er í forgrunni,“ segir Sæja og þegar hún er spurð út í óskir húseigendanna kemur í ljós að þau höfðu skoðanir á efnisvali.

„Þau vildu til dæmis hafa innréttingarnar dökkar og vildu fá spa-baðherbergi,“ segir hún en þær voru smíðaðar hjá Formus.

Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg

Hvaða efnivið notaðir þú?

„Innréttingar eru spónlagðar með eik og bæsaðar dökkar, ýmist með svörtum höldum eða gripum. Inni á milli eru smáatriði úr messing. Borðplöturnar eru frá Granítsmiðjunni og heitir steinninn Kelya. Ég nota líka Arabescato-marmara. Á gólfum eru stórar flísar frá Agli Árnasyni og hluti herbergja er teppalagður með teppi frá Stepp. Til að brjóta upp flísarnar á böðum notaði ég dökkar marmaraflísar frá Vídd sem ég sneri lóðrétt. Efnis- og litapalletan smellpassar í umhverfið sem umlykur húsið,“ segir Sæja. Þegar ég spyr hana út í höldurnar sem setja svip sinn á innréttingarnar upplýsir hún að þær komi frá Viefe.

Sæja segir að eigendur hússins hafi líka verið með ákveðnar skoðanir á því hvað ætti að vera í eldhúsinu.

„Húsráðendur vildu gott vinnupláss, tvo kæla, vínkæli, tvo ofna, tækjaskáp og barstóla. Og eiginlega bara það helsta. Þau vildu ekki marmara eða annan viðkvæman stein í eldhúsið og því notaði ég Kelya-steininn þar og tengdi hann svo aftur inn á böð með því að setja dökkar marmaraflísar á veggina í stíl,“ segir hún.

Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg

Sæja hefur sett saman litakort fyrir Slippfélagið. Hún hefur næmt auga fyrir því hvernig fallegast er að blanda saman litum. Þegar ég spyr hana út í innimálninguna í húsinu kemur í ljós að það er margt sem kemur á óvart þar.

„Aðallitur hússins að innan er litur úr Slippfélaginu sem átti að vera í nýjasta litakortinu mínu hjá þeim „but didn't make the cut“,“ segir Sæja og hlær.

„Hann er mjög fallegur millidökkur grábrúnn litur. Inni á böðunum er annar dekkri litur sem heitir Askja og er úr eldra korti frá Slippfélaginu. Mjög fyndið þar sem ég ætlaði einmitt að nota þann lit í nýja kortinu mínu en svo var hann bara til í gömlu korti hjá þeim. Ég nota þessa liti þó mikið og málaði til dæmis húsið mitt að utan með Öskju. Þegar við mynduðum átti eftir að taka niður loftið yfir stofu og inni á böðum í sturtu en þau loft eiga að vera dökkmáluð með litnum „Dimmur“. Ég var hinsvegar svo spennt að mynda hjá þeim að niðurteknu loftin voru ekki komin þegar við mynduðum,“ segir Sæja.

Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg

Það er sagt að heimilið sé ekki fullkomnað fyrr en það eru komin falleg gluggatjöld fyrir gluggana. Sæja tekur undir það.

„Þessi gluggatjöld eru frá Skermi. Í eldhúsinu eru felligardínur með bastáferð og síð hör/netatjöld á móti í beige-lituðum.“

Skápurinn í stofunni er ansi fallegur. Hver var pælingin á bak við hann?

„Til hliðar við stofu er teiknað pínulítið sjónvarpsrými. Þetta rými fannst mér ekki henta og sérstaklega ef þú ert með svona stórt og fínt hús og horfir kannski mikið á sjónvarp þá nýtist alrýmið illa. Ég kom því með þá hugmynd að nota langa vegginn í stofunni undir sjónvarp en fela það inni í skáp. Þú getur því rennt hurð og sjónvarpið kemur í ljós en þegar það er ekki í notkun lokað á það og þá kemur í ljós falleg hilla. Eigendur voru með hugmyndir að setja arin líka en ákváðu að sleppa honum. Ég setti því langan marmarabekk undir skápinn þar sem hægt er að raða til dæmis fallegum kertum og fleira ofan á. Þriðja hurðin er svo aukageymslupláss undir dót. Við bættum svo rimlum til hliðar við vegginn þar sem sjónvarpsrýmið var teiknað og náum þá að skýla ganginum þar sem svefnherbergin eru.“

Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Ljósmynd/Guðfinna Magg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »