Guðdómleg paradís í Borgarfirði

Í Borgarfirðinum er að finna einstakt sumarhús þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið var byggt 2006 og er 74 fm að stærð. Í stofunni er kamína sem gerir stemninguna í húsinu afar notalega. 

Umhverfið í kringum húsið er fallegt og fyrir utan húsið er heitur pottur og verönd. Eins og sést á myndunum er friðsælt um að litast í húsinu og ætti fólk að geta hlaðið batteríin og núllstillt sig í þessu notalega umhverfi. 

Af fasteignavef mbl.is: Heyholt 31

mbl.is