Hannes og Halla selja glæsihús í Fossvogi

Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir.
Hannes Þór Halldórsson og Halla Jónsdóttir.

Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins og eiginkona hans, Halla Jónsdóttir, hafa sett sitt glæsilega raðhús í Fossvogi á sölu. 

Um er að ræða 227 fm raðhús byggt 1972. Ljósir litir eru áberandi í húsinu en þar er hátt til lofts og vítt til veggja.

Í húsinu er nýtt eldhús með stórri eyju. Eldhúsinnréttingin er hvít að lit og þar er bæði gott skápapláss og gott vinnupláss.

Ný baðherbergi eru líka í húsinu en þar er heit laug og sérlegur spa-fílingur sem er eftirsóknarverður.

Garðurinn, sem er í suður, er sérlega vel heppnaður en þar er bæði heitur og kaldur pottur, vandaður pallur og pláss fyrir trampólín.

Eins og myndirnar sýna er heimili Hannesar og Höllu einstaklega glæsilegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Ljósaland 23

mbl.is