Fyrirmyndin er tréhús í japönskum stíl

Harry House er gert með japönskum stíl fyrir fjölskyldu í …
Harry House er gert með japönskum stíl fyrir fjölskyldu í Ástralíu sem á hundinn Harry. mbl.is/Archier

Arkitektastofan Archier Studio í Ástralíu fékk það verkefni að hanna Harry House utan um fjölskyldu sem vildi nefna húsið eftir hundinum sínum. Húsið er í japönskum stíl og minnir á tréhús í bland við nútímalega ástralska hönnun.  

Fjölskyldan sem á húsið er barnafjölskylda þar sem annað foreldrið er af japönskum ættum. Börnin sem búa í húsinu eru þrjú á aldrinum sex til sextán ára. 

Það fer vel um alla í Harry House, ekki síst hundinn Harry sem getur valsað frjáls um – bæði inni og úti. 

Fremri hluti hússins er upprunalegur en bakhlutinn er endurgerður. Gólfplássið er 200 fermetrar og var vandlega hugað að því að vel færi um alla heima. 

Öll efnin eru náttúruleg og er stigagangurinn upp á aðra hæð engum líkur. Inni í húsinu má finna alls konar antik-húsgögn frá Japan. Baðherbergið er gert í anda þess sem þekkist í Japan þar sem allt er hólfað niður og einfaldleikinn ræður ríkjum.

Það sem vekur athygli á annarri hæðinni er net sem notað er í stað lofts og sófa. Þeir sem vilja leggjast í netið geta gert það og slakað á í leiðinni. 

View this post on Instagram

A post shared by A R C H I E R (@archier_)

Eldhúsið á fyrstu hæðinni er stílhreint og fallegt. Það vekur athygli að gólfið í eldhúsinu er tekið niður svo þeir sem vinna í eldhúsinu eru í augnhæð við þá sem sitja við eldhúseyjuna. 

Húsið var kynnt í The Local Project sem sýnir fallega hönnun og endurgerðir húsa í Ástralíu. 

mbl.is