Beckham keypti glæsivillu í Beverly Hills

Nicola Peltz og Brooklyn Beckham.
Nicola Peltz og Brooklyn Beckham.

Brooklyn Beckham og unnusta hans Nicola Peltz hafa fest kaup á glæsilegu húsi í Beverly Hills í Los Angeles í Bandaríkjunum. Beckham, sem er elsti sonur foreldra sinna Davids og Victoriu Beckham, reiddi fram 10,5 milljónir bandaríkjadala fyrir eignina. 

Hvort Beckham hafi notið aðstoðar foreldra sinna við kaup á húsinu er á huldu en hann hefur unnið sem ljósmyndari síðustu ár. Auðæfi bæði föður hans og móður eru metin á 450 milljónir bandaríkjadala og því ekki ólíklegt að þau hafi aðstoðað soninn við kaupin. 

Húsið er á tveimur hæðum og í því eru fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi. Í því er líkamsrækt, heilsulind, gufubað og jógaherbergi. 

Beckham og Peltz trúlofuðu sig fyrir rúmu ári og eru sögusagnir um að þau muni ganga í það heilaga í október á þessu ári.

Ljósmynd/Anthony Barcelo
Ljósmynd/Anthony Barcelo
Ljósmynd/Anthony Barcelo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál