Jaroslava selur höllina í Kópavogi

Jaroslava hefur sett einbýlið í Kópavogi á sölu.
Jaroslava hefur sett einbýlið í Kópavogi á sölu. Ljósmynd/Eignamiðlun

Jaroslava Davíðsson hefur sett hús sitt í Kópavogi á sölu. Jaroslava er ekkja Ásgeirs Þórs Davíðssonar, sem var betur þekktur sem Geiri Goldfinger, og ráku þau saman kampavínsklúbbinn Goldfinger um árabil. DV greindi fyrst frá. 

Um er að ræða 243 fermetra einbýli með fjórum svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum. Óskað er eftir tilboði í húsið en fasteignamat hússins er 84.950.000. 

Ásgeir Þór lést árið 2012 og rak Jaroslava Goldfinger í sjö ár eftir andlát hans. Staðurinn var seldur í byrjun árs 2019. 

Jaroslava var handtekin í lok febrúar á síðasta ári ásamt fimm öðrum fyrir aðkomu sína á framleiðslu á amfetamíni. Var hún dæmd í þriggja ára fangelsi en á þessu ári var dómur hennar mildaður og þarf hún aðeins að afplána tvö og hálft ár. 

Af fasteignavef mbl.is: Melaheiði 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál